Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:53 Fundur formanna með forseta stóð yfir í um þrjá klukkutíma. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sat fundinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns. Vísir/Ernir Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira