Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 06:00 Shinzo Abe forsætisráðherra vill endurnýja umboð sitt. vísir/epa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira