LeBron James: Leyfi Trump forseta ekki að nota íþróttirnar til að sundra okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 09:30 LeBron James ræddi málin við blaðamenn í gær. Vísir/Getty LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James. Donald Trump NBA NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James.
Donald Trump NBA NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira