LeBron James: Leyfi Trump forseta ekki að nota íþróttirnar til að sundra okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 09:30 LeBron James ræddi málin við blaðamenn í gær. Vísir/Getty LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James. Donald Trump NBA NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James.
Donald Trump NBA NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira