Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44