RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. september 2017 06:00 RÚV hefur neitað að afhenda fréttastofu sáttina sem gerð var við Guðmund Spartakus. Neitunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísir Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent