Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 12:23 Skemmdir eru á þjóðveginum austan Hólmsár eins og sjá má á þessari mynd. Inga Stumpf Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum. Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum.
Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33
Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14