Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 12:23 Skemmdir eru á þjóðveginum austan Hólmsár eins og sjá má á þessari mynd. Inga Stumpf Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum. Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum.
Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33
Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14