Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð virðist kljúfa Framsókn í tvennt Vísir/Auðunn „Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
„Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira