Spilaði í gegnum sársaukann í allt sumar og landaði titlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Kveikjum eldana. Það var boðið upp á blys og almenna stemningu er Þór/KA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. vísir/þórir tryggvason Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00
Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57
Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45