Spilaði í gegnum sársaukann í allt sumar og landaði titlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Kveikjum eldana. Það var boðið upp á blys og almenna stemningu er Þór/KA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. vísir/þórir tryggvason Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00
Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57
Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45