Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 10:15 Bahama-eyjar slapp betur en við var búist frá fellibylnum Irmu. Magnað veðurfyrirbæri olli því að sjórinn hefur sogast frá ströndum eyjanna en búist er við því að strandirnar verði komnar í rétt horf síðar í dag. Vísir/AFP Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017 Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017
Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira