Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2017 12:00 Íbúar í Tampa hafa streymt í neyðarskýli. Vísir/afp Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22