Stefnan er sett á að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 06:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir lyfta Borgunarbikarnum. vísir/ernir ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann