Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 18:29 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00