Fregnir berast nú af fólki úr röðum Rohingja-múslímar sem hafa særst alvarlega eða látið lífið eftir að hafa stigið á jarðsprengjur á flótta sínum frá Rakhine-héraði í Mjanmar og yfir til Bangladess.
Sprengjunum var komið fyrir á landamærunum á tíunda áratugnum en heimildir BBC í Bangladess herma að stjórnarherinn hafi komið fleiri sprengjum fyrir á undanförnum vikum. Þeirri ásökun er hafnað af stjórnvöldum í Mjanmar.
Rúmlega 300 þúsund manns úr röðum Rohingja hafa nú flúið Mjanmar eftir að stjórnarherinn jók sókn sína gegn uppreisnarmönnum og í gær sakaði yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum stjórnina í Mjanmar um að standa að þjóðernishreinsunum.
Rohingjar létu lífið á jarðsprengjusvæði

Tengdar fréttir

Suu Kyi segir stjórn Búrma reyna að verja alla þegna sína
Kröfur hafa verið gerðar um að Aung San Suu Kyi verði svipt friðarverðlaunum Nóbels vegna aðgerðaleysi hennar gagnvart ofsóknum á hendur rohingja.

Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar
Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi.