Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 14:15 Hermenn á æfingu í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan. Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira