Um elliglöp Steinunn Þórðardóttir og María K. Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Þórðardóttir Eldri borgarar Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun