Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 11:57 Frá þingflokksfundi Pírata í morgun. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. Þau segja að ganga þurfi til kosninga eins fljótt og auðið er en áður en það gerist þurfi að samþykkja nýja stjórnarskrá. „Opinberun á valdníðslu gagnvart þolendum kynferðisofbeldis hefur haft djúpstæð áhrif á okkur öll. Framganga Bergs Þórs Ingólfssonar sem og annarra aðstandenda og þolenda kynferðisbrota er birtingarmynd þess hvernig einstaklingar geta haft áhrif og breytt samfélaginu. Við dáumst að hugrekki og heilindum þeirra sem stigið hafa fram,“ segir í tilkynningu frá flokknum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.Almenningur vilji nýja stjórnarskrá „Þetta sýnir að almenningur ræður og almenningur, fyrir fimm árum síðan, valdi nýja stjórnarskrá.“ Þau segja að svara þurfi ákalli almennings og forseta og samþykkja nýja stjórnarskrá. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að hann er óstjórntækur. Þingflokkur Pírata skorar því á alla aðra flokka á Alþingi að verða við þessu ákalli, sem og ákalli forseta Íslands við þingsetningu, og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið og gengið til kosninga sem þarf að verða eins fljótt og auðið er.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaþingflokksformaður flokksins sagði í samtali við Vísi í morgun að flokkurinn vilji fyrst athuga möguleikann á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn áður en þing verði rofið og gengið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14 Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. Þau segja að ganga þurfi til kosninga eins fljótt og auðið er en áður en það gerist þurfi að samþykkja nýja stjórnarskrá. „Opinberun á valdníðslu gagnvart þolendum kynferðisofbeldis hefur haft djúpstæð áhrif á okkur öll. Framganga Bergs Þórs Ingólfssonar sem og annarra aðstandenda og þolenda kynferðisbrota er birtingarmynd þess hvernig einstaklingar geta haft áhrif og breytt samfélaginu. Við dáumst að hugrekki og heilindum þeirra sem stigið hafa fram,“ segir í tilkynningu frá flokknum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.Almenningur vilji nýja stjórnarskrá „Þetta sýnir að almenningur ræður og almenningur, fyrir fimm árum síðan, valdi nýja stjórnarskrá.“ Þau segja að svara þurfi ákalli almennings og forseta og samþykkja nýja stjórnarskrá. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að hann er óstjórntækur. Þingflokkur Pírata skorar því á alla aðra flokka á Alþingi að verða við þessu ákalli, sem og ákalli forseta Íslands við þingsetningu, og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið og gengið til kosninga sem þarf að verða eins fljótt og auðið er.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaþingflokksformaður flokksins sagði í samtali við Vísi í morgun að flokkurinn vilji fyrst athuga möguleikann á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn áður en þing verði rofið og gengið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14 Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14
Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent