Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 12:42 Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins í morgun. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29
Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57