Síðustu tætlur af sjálfsvirðingu BF Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 13:23 Össur Skarphéðinsson er í miklu stuði og býður uppá gagnmerkar og snarpar stjórnmálaskýringar á Facebookvegg sínum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent