Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 13:29 Fréttaflutningur Rúv af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Vísir/GVA Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira