Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 08:24 Sjanghæ stendur við Strandgötu á Akureyri. Vísir/getty Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01