Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 15:44 Bjarni Benediktsson ávarpar þjóðina á blaðamannafundi í Valhöll. vísir/ernir Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
„Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44