Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á leið til þingflokksfundar í Valhöll í gær. VÍSIR/VILHELM Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira