Björt framtíð verður með í starfsstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26
Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20