Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 13:09 Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan: Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30