Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 17:09 Viðreisn hafði ekki gefið út hvort að hún myndi taka þátt í starfsstjórn eftir stjórnarslitin. Vísir/Anton brink Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira