Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 11:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í morgun að loknum fundinum með Bjarna. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08