Ekki ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 16:15 Þingkonur Sjálfstæðisflokksins þær Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagna góðu gengi flokksins á kosningavöku hans í fyrra. vísir/hanna Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59
Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43