Sigríður gefur kost á sér í komandi kosningum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. september 2017 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Uppreist æru Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Uppreist æru Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira