„Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2017 21:45 Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar. vísir/stefán Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira