Langöflugasta sprengjan hingað til Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 09:12 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu mun eflaust birtast á sjónvarpsskjám víða um heim í dag. Kjarnorkutilraunir ríkisins hafa verið fordæmdar af alþjóðsamfélaginu Vísir/EPA Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09