Aðgengi lykill að árangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. september 2017 06:00 Háskólanemar framtíðarinnar kynntu sér starf sem unnið hefur verið í HA. vísir/auðunn Lykillinn að árangrinum sem hér hefur náðst er sá að Háskólinn á Akureyri hefur aukið aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, en skólinn fagnar þrjátíu ára afmæli sínu þessa dagana. Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, formanns afmælisnefndar hefur verið haldið upp á afmælið í allt ár. Hátíðardagskráin hefur hins vegar verið umfangsmikil nú um helgina. Var starfsmönnum boðið í afmælisboð á laugardag og í gær var opið hús í háskólanum. Þá fer ratleikur nemenda og starfsmanna fram í dag. Nemendur sjá hins vegar sjálfir um dagskrána á afmælisdaginn sjálfan á morgun. „Á afmælisdaginn ætlum við að eiga góða stund með nemendum og eiga uppbyggilegar samræður um hvernig þau sjá framtíðina fyrir sér. Ég hlakka eiginlega mest til þess hluta,“ segir Eyjólfur. Rektor segir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum mikinn, sérstaklega í ljósi efasemdaradda sem heyrðust þegar skólinn var stofnaður. „Það er í raun og veru ótrúlegt hve mikill árangur hefur náðst á ekki lengri tíma. Hann er langt umfram það sem rætt var um þegar menn voru að efast um að hægt væri að vera með háskólakennslu utan höfuðborgarinnar því við værum svo lítil þjóð í litlu landi,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Við höfum svo sannarlega sýnt fram á að sú hugmyndafræði sem lagt var upp með hér í upphafi gekk upp.“ Eyjólfur segir áhrif skólans undanfarna áratugi hafa náð út fyrir Norðurland. „Við höfum útskrifað fólk af landinu öllu. Heildarfjöldi útskrifaðra er rétt umfram 5.000 en helmingur þeirra er af Norðurlandi. Hinn helmingurinn er af öðrum stöðum á landinu. Þannig við erum sannarlega háskóli allra landsmanna.“ Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og var þá boðið upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Nú, þrjátíu árum og rúmlega 5.000 útskrifuðum nemendum síðar býður skólinn upp á nám í alls sjö deildum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fleiri fréttir Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Sjá meira
Lykillinn að árangrinum sem hér hefur náðst er sá að Háskólinn á Akureyri hefur aukið aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, en skólinn fagnar þrjátíu ára afmæli sínu þessa dagana. Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, formanns afmælisnefndar hefur verið haldið upp á afmælið í allt ár. Hátíðardagskráin hefur hins vegar verið umfangsmikil nú um helgina. Var starfsmönnum boðið í afmælisboð á laugardag og í gær var opið hús í háskólanum. Þá fer ratleikur nemenda og starfsmanna fram í dag. Nemendur sjá hins vegar sjálfir um dagskrána á afmælisdaginn sjálfan á morgun. „Á afmælisdaginn ætlum við að eiga góða stund með nemendum og eiga uppbyggilegar samræður um hvernig þau sjá framtíðina fyrir sér. Ég hlakka eiginlega mest til þess hluta,“ segir Eyjólfur. Rektor segir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum mikinn, sérstaklega í ljósi efasemdaradda sem heyrðust þegar skólinn var stofnaður. „Það er í raun og veru ótrúlegt hve mikill árangur hefur náðst á ekki lengri tíma. Hann er langt umfram það sem rætt var um þegar menn voru að efast um að hægt væri að vera með háskólakennslu utan höfuðborgarinnar því við værum svo lítil þjóð í litlu landi,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Við höfum svo sannarlega sýnt fram á að sú hugmyndafræði sem lagt var upp með hér í upphafi gekk upp.“ Eyjólfur segir áhrif skólans undanfarna áratugi hafa náð út fyrir Norðurland. „Við höfum útskrifað fólk af landinu öllu. Heildarfjöldi útskrifaðra er rétt umfram 5.000 en helmingur þeirra er af Norðurlandi. Hinn helmingurinn er af öðrum stöðum á landinu. Þannig við erum sannarlega háskóli allra landsmanna.“ Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og var þá boðið upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Nú, þrjátíu árum og rúmlega 5.000 útskrifuðum nemendum síðar býður skólinn upp á nám í alls sjö deildum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fleiri fréttir Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Sjá meira