Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Finnafjörður er við Langanesströnd á Norðausturlandi. vísir/pjetur Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00
Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00
Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00