Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2017 22:50 Hrafn Garðarsson sést hér munda Floridana-flöskuna. Hrafn Garðarsson. „Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns. Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47