Leigufélag með 180 íbúðir sett í söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 08:30 Vallahverfið hefur byggst hratt upp á undanförnum árum. Vísir/GVA Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira