Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu.
Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni.
Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum.
Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar.
Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:
Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.
How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE
— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017