Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var ánægður með sína leikmenn eftir sigurinn á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í kvöld.
„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en náðum að koma til baka. Við vorum með átta tapaða bolta sem var of mikið. En seinni hálfleikur var góður og ég var ánægður með hann,“ sagði Stefán.
„Við misstum mikilvæga leikmenn út af en við náðum að halda dampi og ég var ánægður með það.“
Karen Knútsdóttir fór meidd af velli og Ragnheiður Júlíusdóttir fékk að líta beint rautt spjald. Samt keyrði Fram yfir Stjörnuna á lokakaflanum og munaði þar mestu um Sigurbjörgu Jóhannsdóttur sem skoraði níu mörk í kvöld.
„Hún er fyrirliði og hún á að draga vagninn fyrir okkur,“ sagði Stefán aðspurður um hennar þátttöku í kvöld. Svo mörg voru þau orð.
Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 30-27 | Sigurbjörg fór fyrir Íslandsmeisturunum
Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru aftur í lið Fram í kvöld en það var Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem stal senunni.