Útflutningur lambs á hrakvirði Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Íslendingar greiða töluvert hærra verð fyrir lambalæri í verslunum en viðskiptavinir erlendis. vísir/gva Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30