Fellibylurinn Irma herjar nú á íbúa eyjanna í Karíbahafi en fellibylurinn er einhver sá öflugasti í sögunni og hafa að minnsta kosti níu manns látið lífið vegna hans.
Hann hefur nú meðal annars farið um eyjarnar Barbúda, Antígva, Sankti Martin og Púertó Ríkó. Irma hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem hún farið um.
Þannig er talið að 95 prósent bygginga á Barbúda hafi skemmst í fellibylnum og þá er eyðileggingin á Sankti Martin gríðarleg. Irma er nú við Dómínikanska lýðveldið.
Íbúar Flórída í Bandaríkjunum búa sig undir komu Irmu og eru byrjaðir að hamstra vatn, mat og bensín. Íbúum á tilteknum svæðum í Flórída hefur verið gert að yfirgefa heimili sín en Irmu fylgir mikil úrkoma og má búast við flóðbylgjum á skaganum.
Í myndasyrpunni hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Getty og EPA sem sýna meðal annars eyðilegginguna sem Irma hefur valdið.
Irma í myndum: Brotin pálmatré og tómar búðarhillur

Tengdar fréttir

Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu
Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.

WOW aflýsir ferðum til Miami vegna Irmu
Um er að ræða flug sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli á föstudag og frá Miami á laugardag.