Líkurnar á að Irma gangi á land í Flórída aukast Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 21:57 Spá um slóð Irmu fram á þriðjudag. Bandaríska Fellibyljamiðstöðin Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir nú að auknar líkur séu á því að fellibylurinn Irma gangi á land á sunnanverðri Flórída sem hættulegur meiriháttar fellibylur. Tíu manns hafa farist í Karíbahafi af völdum Irmu. Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum og vindstyrk í stórum hluta Flórída, að sögn Washington Post. Íbúar þar, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu hafa verið hvattir til að búa sig undir áhrif stormsins. Irma er nú nærri Turks- og Caicoseyjum og stefnir á Bahamaeyjar, að því er segir í síðustu uppfærslu Fellibyljamiðstöðvarinnar kl. 21 að íslenskum tíma. Þá er talið að áhrifa fellibyljarins muni gæta á norðanverðri strönd Kúbu.AP-fréttastofan segir að staðfest sé að þrír hafi farist á Bandarísku Jómfrúareyjum en yfirvöld þar segja að Irma hafi valdið hörmungum þar. Fjórir hafa farist á franska hluta St. Martin-eyju og þrír til viðbótar á Barbúda, Angvilla og hollenska hluta St. Martin.Irma olli mikilli eyðileggingu á eynni St. Martin. Fimm fórust þar.Vísir/AFPJosé orðinn að meiriháttar fellibylAðeins dró úr vindstyrk Irmu í dag vegna áhrifa þurrs lofts og lands þegar fellibylurinn fór hjá Hispanjólu. Hún er þó enn í fimmta og öflugasta flokki fellibylja. Vindhraðinn gæti aftur aukist þegar Irma færist yfir hlýrri sjó yfir Flórídasundi. Fellibylurinn José á Atlantshafi er nú talinn þriðja stigs fellibylur. Hann er þá þriðji meiriháttar fellibylurinn sem myndast yfir Atlantshafi á þessu fellibyljatímabili. José er nú rúmum þúsund kílómetra austur af Litlu-Antillaeyjum. Mesti viðvarandi vindhraði í fellibylnum er nú 54 m/s. Þá er fellibylurinn Katia í Mexíkóflóa byrjaður að þokast að landi í Mexíkó. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Irma í myndum: Brotin pálmatré og tómar búðarhillur Fellibylurinn Irma herjar nú á íbúa eyjanna í Karíbahafi en fellibylurinn er einhver sá öflugasti í sögunni og hafa að minnsta kosti níu manns látið lífið vegna hans. 7. september 2017 15:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir nú að auknar líkur séu á því að fellibylurinn Irma gangi á land á sunnanverðri Flórída sem hættulegur meiriháttar fellibylur. Tíu manns hafa farist í Karíbahafi af völdum Irmu. Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum og vindstyrk í stórum hluta Flórída, að sögn Washington Post. Íbúar þar, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu hafa verið hvattir til að búa sig undir áhrif stormsins. Irma er nú nærri Turks- og Caicoseyjum og stefnir á Bahamaeyjar, að því er segir í síðustu uppfærslu Fellibyljamiðstöðvarinnar kl. 21 að íslenskum tíma. Þá er talið að áhrifa fellibyljarins muni gæta á norðanverðri strönd Kúbu.AP-fréttastofan segir að staðfest sé að þrír hafi farist á Bandarísku Jómfrúareyjum en yfirvöld þar segja að Irma hafi valdið hörmungum þar. Fjórir hafa farist á franska hluta St. Martin-eyju og þrír til viðbótar á Barbúda, Angvilla og hollenska hluta St. Martin.Irma olli mikilli eyðileggingu á eynni St. Martin. Fimm fórust þar.Vísir/AFPJosé orðinn að meiriháttar fellibylAðeins dró úr vindstyrk Irmu í dag vegna áhrifa þurrs lofts og lands þegar fellibylurinn fór hjá Hispanjólu. Hún er þó enn í fimmta og öflugasta flokki fellibylja. Vindhraðinn gæti aftur aukist þegar Irma færist yfir hlýrri sjó yfir Flórídasundi. Fellibylurinn José á Atlantshafi er nú talinn þriðja stigs fellibylur. Hann er þá þriðji meiriháttar fellibylurinn sem myndast yfir Atlantshafi á þessu fellibyljatímabili. José er nú rúmum þúsund kílómetra austur af Litlu-Antillaeyjum. Mesti viðvarandi vindhraði í fellibylnum er nú 54 m/s. Þá er fellibylurinn Katia í Mexíkóflóa byrjaður að þokast að landi í Mexíkó.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Irma í myndum: Brotin pálmatré og tómar búðarhillur Fellibylurinn Irma herjar nú á íbúa eyjanna í Karíbahafi en fellibylurinn er einhver sá öflugasti í sögunni og hafa að minnsta kosti níu manns látið lífið vegna hans. 7. september 2017 15:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15
Irma í myndum: Brotin pálmatré og tómar búðarhillur Fellibylurinn Irma herjar nú á íbúa eyjanna í Karíbahafi en fellibylurinn er einhver sá öflugasti í sögunni og hafa að minnsta kosti níu manns látið lífið vegna hans. 7. september 2017 15:45