Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 10:00 Kareem Hunt var algjörlega magnaður í sínum fyrsta leik í NFL-deildinni. Vísir/Getty Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira