Misskilningur ástæða þess að auglýsingarnar fengu að rísa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00