Misskilningur ástæða þess að auglýsingarnar fengu að rísa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent