Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna nú að komast að samkomulagi vegna stöðunnar sem upp er komin í borgarstjórn í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar úr Framsóknarflokknum. Snúin staða er komin upp í flokknum. Samsett Mynd „Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans. Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
„Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans.
Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20