Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2017 09:56 Líkamsleifa sænsku blaðakonunnar Kim Wall er enn leitað í Køgeflóa. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn hefur ekki fundið nein leynihólf um borð í Nautilus, kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. „Það fundust hólf þar sem við gerðum ráð fyrir að finna hólf,“ sagði Jens Møller Jensen hjá Kaupmannahafnarlögreglunni í samtali við TV2. Leitin var gerð til að tryggja að allir krókar og kimar bátsins hafi verið rannsakaðir. Ekki hafi verið rökstuddur grunur um að eitthvað kunni að finnast í slíkum hólfum, væru þau þá til á annað borð. Líkamsleifa sænsku blaðakonunnar Kim Wall er enn leitað í Køgeflóa þar sem danska lögreglan hefur notið aðstoðar sérþjálfaðra leitarhunda í eigu sænsku lögreglunnar. Madsen er nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Um þrjár vikur eru nú frá því að síðast sást til Wall á lífi, en búkur hennar fannst í sjónum suður af Amager. Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látið lífið í slysi um borð í kafbátnum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur ekki fundið nein leynihólf um borð í Nautilus, kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. „Það fundust hólf þar sem við gerðum ráð fyrir að finna hólf,“ sagði Jens Møller Jensen hjá Kaupmannahafnarlögreglunni í samtali við TV2. Leitin var gerð til að tryggja að allir krókar og kimar bátsins hafi verið rannsakaðir. Ekki hafi verið rökstuddur grunur um að eitthvað kunni að finnast í slíkum hólfum, væru þau þá til á annað borð. Líkamsleifa sænsku blaðakonunnar Kim Wall er enn leitað í Køgeflóa þar sem danska lögreglan hefur notið aðstoðar sérþjálfaðra leitarhunda í eigu sænsku lögreglunnar. Madsen er nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Um þrjár vikur eru nú frá því að síðast sást til Wall á lífi, en búkur hennar fannst í sjónum suður af Amager. Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látið lífið í slysi um borð í kafbátnum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20