Fjáraustur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórólfur Matthíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun