Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 11:29 Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27
Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent