Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Paul Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir fréttir um að hann hefði þegið fé frá aðilum vilhollum Rússum í Úkraínu. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, fyrir dögun í lok júlí. Washington Post greinir frá því að lögreglumenn hafi haft heimild til að leggja hald á skjöl og önnur gögn. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildamönnum sem þekkja til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og meintu samráði framboðs Trump við þá. Útsendarar FBI eru sagðir hafa mætt fyrirvaralaust heim til Manafort í borginni Alexandríu í Virginíu, skammt frá Washington-borg, snemma að morgni dags 26. júlí, daginn eftir að hann bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað mál tengd Rússum. Talsmenn Manafort og Mueller neita að tjá sig um fréttirnar af húsleitinni. Heimildamenn blaðsins segja að á meðal gagnanna sem FBI lagði hald á hafi verið skjöl sem Manafort hafði þegar lagt fram við Bandaríkjaþing.Á höttunum eftir skattagögnumNew York Times segir að FBI hafi verið á höttunum eftir skattagögnum og skjölum um erlenda bankareikninga. Talsmaður Manafort staðfestir við blaðið að húsleitin hafi átt sér stað. Manafort hafi unnið með lögreglu og yfirvöldum fram að þessu og hann hafi einnig gert það í húsleitinni í júlí.Robert Mueller leiðir rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.Vísir/AFPHætti eftir ásakanir um sambönd við RússaManafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem lofaði Donald Trump yngri, syni forsetans, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Það átti að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa framboði Trump. Jared Kushner, tengdasonur forsetans, var einnig viðstaddur. Rannsakendur hafa viljað ræða við Manafort vegna fundarins og fleiri mála. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann lét af störfum vegna ásakana um að hann hefði þegið fé af aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, fyrir dögun í lok júlí. Washington Post greinir frá því að lögreglumenn hafi haft heimild til að leggja hald á skjöl og önnur gögn. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildamönnum sem þekkja til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og meintu samráði framboðs Trump við þá. Útsendarar FBI eru sagðir hafa mætt fyrirvaralaust heim til Manafort í borginni Alexandríu í Virginíu, skammt frá Washington-borg, snemma að morgni dags 26. júlí, daginn eftir að hann bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað mál tengd Rússum. Talsmenn Manafort og Mueller neita að tjá sig um fréttirnar af húsleitinni. Heimildamenn blaðsins segja að á meðal gagnanna sem FBI lagði hald á hafi verið skjöl sem Manafort hafði þegar lagt fram við Bandaríkjaþing.Á höttunum eftir skattagögnumNew York Times segir að FBI hafi verið á höttunum eftir skattagögnum og skjölum um erlenda bankareikninga. Talsmaður Manafort staðfestir við blaðið að húsleitin hafi átt sér stað. Manafort hafi unnið með lögreglu og yfirvöldum fram að þessu og hann hafi einnig gert það í húsleitinni í júlí.Robert Mueller leiðir rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.Vísir/AFPHætti eftir ásakanir um sambönd við RússaManafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem lofaði Donald Trump yngri, syni forsetans, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Það átti að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa framboði Trump. Jared Kushner, tengdasonur forsetans, var einnig viðstaddur. Rannsakendur hafa viljað ræða við Manafort vegna fundarins og fleiri mála. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann lét af störfum vegna ásakana um að hann hefði þegið fé af aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03