Umdeilt fánalistaverk í Stokkhólmi sagt stuldur á íslensku hugverki Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2017 14:00 Listakonan Eva Ísleifsdóttir telur ólíklegt að sænski listamaðurinn hafi séð verk hennar frá árinu 2008. Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði. Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði.
Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira