Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 07:59 Frá flugeldasýningunni í gærkvöld, tónlistarhúsið Hörpu má sjá neðst á myndinni. Höfuðborgarstofa Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt. Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt.
Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33