Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 20. ágúst 2017 12:27 Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30